12.11.2008 | 09:12
Af hverju gerist ekkert ?
Því ganga forsprakkarnir, þeir sem bjuggu þetta ástand til, lausir ?
Því er ekki búið að handtaka þá ?
Því er ekki búið að haldleggja ALLAR eigur þeirra ?
Hvers vegna er ekki komin einhver ákveðin stefna frá yfirvöldum ?
Því axla menn ekki ábyrgð ?
Verður endirinn sá, að hér verður þjóðar gjaldþrot ?
Verður ríkisstjórnin látin sitja áfram ?
Verðum við áfram með sömu yfirmenn í Seðlabankanum ?
Verður öll þjóðin, nema þeir ábyrgu dregin til ábyrgðar ?
Ert þú tilbúin að borga fyrir græðgi/þjófnað fárra manna ?
Tapaðir þú ævisparnaðinum?
Munt þú missa vinnuna ?
Munt þú missa húsið ?
Munt þú missa bílinn ?
Mun fjölskylda þín standa af sér erfiðleikana ?
Finnst þér þetta í lagi ??
Látum í okkur heyra !!
Hættum ekki fyrr en "Óreiðumennirnir" og þeir sem með aðgerðarleysi héldu yfir þeim hlífisskildi eru farnir, og helst komnir á bak við lás og slá !!
Jón Ásgeir kom með flugi frá London í gærkvöldi, það beið hans dýrasta týpa af Bens, með einkabílstjóra. Skyldi hann hafa verið með reiðufé til að kaupa fleiri fyrirtæki ?
Því er ekki búið að stöðva þetta fólk ?
Hversvegna getur hann ferðast frjáls eins og fuglinn ?
Ekki getur þorri almennings það, úr skuldafangelsinu, sem þeir settu þjóðina í.
Vaxandi reiði í garð Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
SAMMÁLA! Afhverju er þetta svona??????????? Þarf Íslenska þjóðin sem slík ekki að kæra allt þetta fokríka fólk fyrir Alþjóðadómstólnum? Getum við það ekki?? Þá á ég við Jón Ásgeir, Björgólfsfeðga, og alla hina millana og auðvitað Davíð. Síðan finnst mér að restin af ráðamönnum þyrfti kanski á áfallahjálp að halda því það er ekki einleikið hvað þetta gengur afturábak! Þau virðast ekki taka neinum rökum eða góðum hugmyndum og öll steinrunnin á svipinn. Hvar endar þetta??????????
anna (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:41
Góðan daginn. Þetta er mikið rétt hjá þer. Og margar spurningar ósvaraðar. Mer finnst það hrikalegt hvernig sé hægt að fara svona með almenning. Einnig virðist engin sparnaðaráætlun framundan hjá ríkisstjórnini. Lækka t.d. laun bankastarfsmanna. Sparnaðaráætlun ætti að vera farin í gang til þess að greiða lanin sem þjóðin er að taka. Það er engin framtíðar sýn hjá ríkinu.
Nú er hatrið að breiðast út um evrópu í garð Íslendinga. Bráðum verður ekki þorandi að ferðast ef þetta heldur svona áfram. Eða við meigum búast við hryðuverk her.
Anna , 12.11.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.