23.10.2008 | 20:02
Þarf raunverulegt afbrot til ?
Ég skil ekki alveg..
Ef um raunverulega þrettán ára stúlku hefði verið að ræða, væri þetta refsivert athæfi. En vegna þess að ekki var um raunverulegt barn (sem betur fer) að ræða er ekkert refsivert við þetta.
Gjörðin var sú sama, þ.e. að heimsækja barn til að táldraga það. Ég sé engan mun á þessu, og finnst þessi dómur fáránlegur.
Ef barnaklám finnst á tölvu, þá er það glæpur, hvernig sem það komst þangað, og hvort sem eigandinn hefur notað það eða ekki. En ef sami maður fer í hús til að misnota barn, er það ekki glæpur.
Ég skil þetta ekki alveg.
Ef um raunverulega þrettán ára stúlku hefði verið að ræða, væri þetta refsivert athæfi. En vegna þess að ekki var um raunverulegt barn (sem betur fer) að ræða er ekkert refsivert við þetta.
Gjörðin var sú sama, þ.e. að heimsækja barn til að táldraga það. Ég sé engan mun á þessu, og finnst þessi dómur fáránlegur.
Ef barnaklám finnst á tölvu, þá er það glæpur, hvernig sem það komst þangað, og hvort sem eigandinn hefur notað það eða ekki. En ef sami maður fer í hús til að misnota barn, er það ekki glæpur.
Ég skil þetta ekki alveg.
Sýknaðir af tilraun til kynferðisbrots | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það skiptir ekki máli hversu fáránlegur þér finnst dómurinn. Ég er ekki fær um að meta hvort dómurinn er réttur eða rangur (enda grænn laganemi) en ég hef enga ástæðu til að halda að hann sé rangur.
Dómurinn: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5432
Ég er ekki að segja að þú sért fullur af kjaftæði, alls ekki, þetta er reyndar ágæt röksemdarfærsla hjá þér. En lestu dóminn. Þetta er ekki algjör rökleysa.
Páll Jónsson, 23.10.2008 kl. 21:49
Ég segi bara það sama og alltaf þegar fólk er að tala um að dómar séu fáránlegir. LESTU DÓMINN áður en þú ferð að tjá þig. Það er reglugerð sem segir að ekki megi nota tálbeitur í starfi lögreglunnar. Af þessum sökum má löggan ekki nota sönnunargögn sem fengin eru með slíkum hætti. Annars hefði reglugerðin ekkert gildi enda myndi löggan þá bara fara fram hjá henni með því að fá aðra aðila til að sjá um tálbeituna fyrir sig.
Jói (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.