Grófbakað eða fínbakað.

Ég er mikill áhugamaður um verndun tungunnar, sumir kalla það hreintungustefnu.
Uppá síðkastið hefur mér fundist, ég verða meira og meira var við breytingar á tungumálinu, sem sumir vilja kalla ambögur, en aðrir eðlilega málþróun.
Nokkur dæmi um slíkt er:

Á Laugardaginn heyrðist mér Spaugstofumenn tala um "litarhátt", en áttu við litarhaft.

Eins var fréttastofa úrvarps með fréttir frá Færeyjum, en þar geisaði mikið óveður nýlega. Sagt var að miklar skemmdir hefðu orðið á "steinhlaðningum", ætli þeir séu eitthvað líkir framhlaðningum ?

Í gær fór ég í Hagkaup til að kaupa mér í matinn, þá sá ég að þeir Hagkaupsmenn eru farnir að selja eitthvað sem heitir "Súrhvalur", ég þorði ekki að taka sénsinn á þessu, og hvergi fann ég súrt hvalrengi.

Kannski eru þetta allt dæmi um flaustursleg vinnubrögð, eða það sem mig grunar, að þeir sem geri textana viti ekki betur.

Augljós mistök voru t.d. þegar Páll Óskar syngur "áræðinlega" aftur og aftur, en ætlaði örugglega að syngja "áreiðanlega". Þá má nefna að Leðurverslunin KÓS, á Laugaveginum merkir alla poka sína með nafni verslunarinnar, og heimilisfangi á "Laugarvegi". Af svipuðum toga var fréttin í NetMogga í morgun um skriðuföll í "Þvottaskriðum", þessu hefur nú verið breytt.

Eftir stendur þó, að í all nokkurn tíma hefur Síld og fiskur framleitt og selt lifrarkæfu, sem fæst ýmist
"Grófbökuð" eða "Fínbökuð", þessi vara tók við af bakaðri lifrarkæfu, sem hægt var að fá ýmist grófa eða fína.
Þá hét hún: "Gróf bökuð lifrarkæfa" eða "Fín bökuð lifrarkæfa".

Er þetta eðlileg "málþróun" eða er þetta eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband