14.3.2014 | 21:58
Hvers vegna björgunarsveit ?
Mér finnst þetta vera dæmi um að björgunarsveitir séu misnotaðar.
Þarna er enginn í lífshættu, aðeins u.þ.b. 600 metrar að þjóðveginum.
Mývetningar eiga nóg af tækjum, sem gætu híft bíla uppúr sprungu sem þessari, og dregið þá úr sköflum, ef þarf, og haft einhverjar tekjur af því.
Ég geri ráð fyrir að vörubíll með krana, eða annað tæki myndi kosta uþ.b. 50 000 krónur hið minnsta fyrir að bjarga þessu fólki. En hvað rukkar björgunarsveitin fyrir það. Þar fyrir utan að björgunarsveit má ekki rukka fyrir meira en útlagðann kostnað, og mannskapurinn er í sjálfboðavinnu. Oft þarf að gefa frí frá störfum til að ,,bjarga" ferðalöngum úr svona festum, þannig að margir bera kostnað af þessu.
Björgunarsveitir eiga að vera til að bjarga fólki úr háska (ekki mikill háski þarna), en skilja ökutækin eftir, það eru ábyggilega einhverjir búnir til að fara að sækja þá, gegn sanngjörnu gjaldi.
Hitt er svo annað mál, að mér fyndist allt í lagi að loka svona afleggjurum, sem eru ekki nema fyrir gjörkunnuga að fara um.
Varasamar sprungur við Hverfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.