Ég er svo aldeilis hissa !

Þarna reka tugþúsundir uppí fjöru, og í staðinn fyrir a brýna kutana, þá er farið útí kostnaðarsamar aðgerðir til að koma þessum kvikindum út í sjó aftur.

Ég held að það væri nær fyrir landeigendur að drepa dýrin og reyna að gera sem mest úr þeim.

Háhyrningstennur eru afar eftirsóttar af handverksfólki allskonar.  Einnig mætti úrbeina og hreinsa beinagrindina, og selja í náttúrugripa söfn.

Kjötið mætti hakka í refafóður, en einhver loðskinnabú munu vera í nágrenninu.

Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvort ekki megi gera eitthvað meira úr skinninu, líkt og gert er við roð.  Búa til skó og jakka fyrir sjávarútvegsráðherra Íslands t.d.

 En nei, í staðinn fyrir að nýta sér til fjár þennan hvalreka, er farið útí rándýrar ,,björgunaraðgerðir" til að losa sig við hvalrekann. 

Skrýtið fólk á Langanesi. 


mbl.is Verða í holu fram að flóði í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband