3.12.2012 | 19:59
Furðulegt !
Að það skule ekki vera búið að breyta veganúmerunum þarna, og gera ,,strandleiðina" að Nr. 1. Það er ekkert nýtt að breyta veganúmerakerfinu svoleiðis, t.d. Hvalfjarðargöngin og Borgarfjarðarbrúin.
Ég held að margir útlendingar eigi erfitt með að átta sig á að þjóðvegur númer 1 er alls ekki besti valkosturinn, og reyndar ekki þjónustaður yfir vetrarmánuðina.
Hinsvegar ber öllum, sem fara um vegi að kynna sér ástand og færð hverju sinni, en enn og aftur koma séríslenskar venjur útlendingum á óvart.
Ég held að margir útlendingar eigi erfitt með að átta sig á að þjóðvegur númer 1 er alls ekki besti valkosturinn, og reyndar ekki þjónustaður yfir vetrarmánuðina.
Hinsvegar ber öllum, sem fara um vegi að kynna sér ástand og færð hverju sinni, en enn og aftur koma séríslenskar venjur útlendingum á óvart.
Margir aka upp á ófæra heiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri gaman að vita hvað stendur á þessu skilti og á hvað mörgum tungumálum.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 21:30
Það stendur að það sé engin vetrarþjónusta frá 1 Okt - 1 April. Á Íslensku og ensku, það er alveg nóg. Við getum ekki verið ábyrg fyrir því að fólk skilji ekki tungumálið.
Börkur Hrólfsson, 3.12.2012 kl. 22:59
Mig grunaði þetta. Fyrir útlending t,d, frakka eða spánverja þýðir þetta skilti akkúrat ekki neitt. Ef það stendur " LOKAÐ" og það á minst þremur tungumálum og keðja yfir veginn þverann, þá þarf ekkert útkall í tíma og ótíma með ærnum tíma og tilkostnaði, því menn snúa einfaldlega við. Að engin vetrarþjónusta sé frá 1. okt. -1. apríl má standa með litlum söfum á íslensku því útlendingum kemur það ekkert við
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.