Athyglisvert

,,Við náum milliliðakostnaðinum til okkar, vinnslu og sölu kjötsins" Athyglisvert að þau tala um að ná milliliða kostnaðinum til sín, en ekki að lækka kostnaðinn fyrir neytendur. Sennilega er þetta kjöt á sama verði og út úr búð í Reykjavík, og svo þarf að sækja það, eða hvað ? Og þá snýst þetta bara um hver er betri kjötvinnslumaður, bóndinn eða einhver í verslun í bænum, eða einhversstaðar annars staðar.
mbl.is Aðeins tvær lundir á hverju nauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Tvær lundir? Heitir það ekki tvennar lundir? Er hægt að kaupa sér eina buxu? Heitir það ekki buxur þótt um eitt stykki sé að ræða? Þótt einn vöðvi með þessu heiti sé tekinn af skrokknum heitir hann samt lundir en ekki lund. Orðið lund á íslensku þýðir einfaldlega skapgerð og hefur ekkert með kjöt að gera. Það er t.d. ótrúlega hallærislegt að heyra alltaf auglýsinguna frá Humarhúsinu glymja í útvarpinu, "hrossalund, Humarhúsið". Hvernig ætli skapgerð hestsins sé matreidd á Humarhúsinu? Ætli hrossið hafi verið létt í lund? Eða kannski þunglynt? Að sjálfsögðu er verið að auglýsa hrossakjöt, nánar tiltekið hrossalundir sem er vöðvi af dýrinu en ekki lundina sem er skapgerð kvikindisins. Svipuð della heyrist þegar verið er að auglýsa og setja á matseðla þorsklundir! Hvað skyldi það nú vera? Eða kjúklingalundir! Eftir því sem næst verður komist hafa hvorki fuglar né fiskar vöðva sem heita lundir en það eru vöðvarnir sem eru innan á hryggnum, þ.e. kviðarholsmegin. Samt hikar fólk ekki við að blaðra um lundir á þessum kvikindum. En "hrossalundin" á Humarhúsinu er fáránleg yfirlýsing þeirra sem eiga að heita fagmenn í matarfræðum um eigin fáfræði í faggrein sinni.

corvus corax, 13.8.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband