11.8.2012 | 09:58
Með hættulegustu hundum
Það er vitað, og viðurkennt um heim allann að Husky er meðal 10 hættulegustu hundakynjum í heiminum. Alveg furðulegt hvað ,,hundafólk" er blint á það. Þeir líta vel út, og eru skemmtilegir, en veiði eðlið er alltaf til staðar, og ef þeir fara af stað, þá hefur það oft endað með skelfingu.
Ætti að banna þetta kyn, eins og fleiri, t.d. Dalmatíu hunda, og Boxera. Einu sinni voru Rottweiler hundar bannaðir, og Bull terrier, en nú ery bæði þessi kyn til hér á landi, en samt erum við að heyra meira af Husky vandræðum.
Við ættum kannski að banna ,,husky hundaeigendur"
Sjáið þetta: http://www.top20lists.com/2011/09/top-10-most-dangerous-dogs.html
Ætti að banna þetta kyn, eins og fleiri, t.d. Dalmatíu hunda, og Boxera. Einu sinni voru Rottweiler hundar bannaðir, og Bull terrier, en nú ery bæði þessi kyn til hér á landi, en samt erum við að heyra meira af Husky vandræðum.
Við ættum kannski að banna ,,husky hundaeigendur"
Sjáið þetta: http://www.top20lists.com/2011/09/top-10-most-dangerous-dogs.html
Laus hundur réðst á kött og drap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigum við ekki bara að banna hesta líka. Hreint ótrúlegur fjöldi fólks sem slasast af völdum hesta. Og séffer líka, hann er á þessum lista líka á milli Rottweiler og husky.
Við skulum athuga að öll dýr eru varasöm. Meira að segja stærri páfagaukar gefa bitið af manni fingur. Það eru eigendurnir sem eru ábyrgir, ekki dýrin sjálf.
Við erum búinn að aðskilja okkur frá dýrum með því að ætla að bera ábyrgð.
Óskar (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 11:40
Já, þessi linkur sem þú settir þarna með virðist vera alveg rosalega áreiðanlegur linkur..
"Are you afraid of dogs? What do you do when you see a dog in the street? If you don't do much, then I recommend that you RUN...because if they are one of these dogs, then you will surely need to visit the hospital and get a few shots right in the butt."
Rosalega.. vel upplýstur einstaklingur sem skrifaði þetta..
*kaaaaldhæðni*
Kolbrún (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:04
Það má með sanni segja að svona listi er ómarktækur með öllu!!! ég hef verið með fleiri Husky hunda en flestir Íslendingar, og husky er EKKI hættulegur.. Hundar endurspegla eigendur sína... Ekki má gleyma að flest hundabit á fólk er af völdum Labrador Retriever, svo í raun er hann hættulegastur sé farið útí fjölda hundsbita pr. fjölda hunda, enda algengasta hundategund í heiminum. Sá/þeir sem gera svona lista eru fáfróðir aðilar um eðli hunda og þeirra hegðun.. Engu máli skiptir hvort um er að ræða Ameríku eða aðra staði í heiminum. Husky hefur veiði eðli sem endurspeglast í þeirra hegðun, en gerir þá ekki hættulega. Husky voru notaðir af Chucki fólkinu í Síberíu sem sleðahundar og hitapokar fyrir börnin , og unnu þannig á vöktum.. það má því segja að Husky sé náttúrulega barngóður og ljúfur vinnuhundur.. Svo má segja líka með Pit bull... Hann er ekki hættulegur hundur nema ef hann er alinn þannig upp, og á það við um allar tegundir... fáfræði gerir engum gagn og best væri ef fólk kynnti sér staðreyndir áður en það fer að vera með sleggjudóma á hundategundir sem það þekkir ekki, nema af slæmu umtali þeirra sem hafa persónulega á móti einstaka tegundum af einhverjum fáránlegum ástæðum...
Hafsteinn Kröyer Eiðsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:46
Ástæðan fyrir því að við heyrum meira af husky vandræðum í fréttum er vegna þess að vefmiðlar eru búnir að taka þetta og blása þetta upp... Ég heyri oft dæmi þar sem border collie blendingar bíta börn og smáhunda. Já og einnig elta þeir ketti... Svo eru nú nokkrar tegundir af smáhundum sem ég hef oft heyrt að séu bítandi börn. Og það eru líka til labradorar sem drepa kindur... En þetta kemst ekki allt í fréttir því að núna er husky áróður í tísku hjá fjölmiðlum. Þetta eru hundar !!!!! Og það er ömurlegt þegar heimiliskettir eru drepnir en þetta er nú ekki stórmál ! Hundur sem drepur kött er ekki grimmur... Hann er að fara eftir sínu eðli !! Finnst það bara fáránlegt að það skuli rata í blöð þegar hundur drepur kött !!! Það fer enginn að skæla þegar kettir valsa um allt mígandi og skítandi inni hjá fólki og drepa fullt af litlum fuglum !!! Fáfræði er sök þess að hundar eru stundum ekki rétt upp alnir og fáfræði á hundum er einnig ástæða fyrir fordómum hjá fólki.
Ágústa (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:59
Æji hvað Ísland er lánsamt að eiga svona mikið af fínum bloggurum sem slá um sig og vitna í heimildir sem eru svona líka andskoti áreiðanlegar, eflaust skrifaðar upp eftir áralangar rannsóknir. Ég held að þú skuldir greindavísitölu minn kæri.
Marinó Árnason (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 14:32
Og Börkur... ég mæli með því að þú notir EKKI google til að verða þér uppi um upplýsingar um hundategundir, heldur kynnist þeim first hand.. það er ekki hægt að læra um hunda á gogle, því upplýsingar þar eru of misjafnar og illa upplýsandi upplýsingar ... ef þú veist ekkert um hunda, þá mæli ég með því að þú bloggir aldrei framar um mál sem þú hefur ekki hugmynd um... Og skammastu þín fyrir að sverta hunda og hundaeigendur með svona bulli...!!!!
Hafsteinn Kröyer Eiðsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 16:13
Almennt má segja um stóra hunda að þeir þurfa mikla hreyfingu og náið aðhald eigenda sinna. Að taka siberian husky út og segja þá hættulegri en aðra hunda af svipaðri stærð er tóm þvæla. Allir hundar geta verið hættulegir með röngu uppeldi og því stærri sem þeir eru, því hættulegri, eðli málsins samkvæmt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2012 kl. 16:36
Það ætti nú samt að lóga öllum Huskyum,....... og köttum líka: http://lemurinn.is/2012/01/29/kottur-verdur-tveim-bornum-ad-bana/
Börkur Hrólfsson, 12.8.2012 kl. 01:14
Miðað við það að þér finnst að það eigi að lóga -llum huskyum og köttum, þá má ætla það að þú berir kala til þessarra dýra án þess að hafa ástæðu til... Það mætti einnig segja að það væri sniðugra að lóga öllu fólki fyrir að vera að drepa hvert annað sem og önnur dýr.. Finnst þér virkilega að þú sért svo merkilegur pési að fólk taki mark á nokkru sem þú skrifar..? líttu í eigin barm.. hundar og kettir eru ekkert vandamál miðað við fólk eins og þig, sem reyna að byggja upp hatur á dýrum að ástæðulausu!!!!! þú ættir að troða þínum skrifum þangað sem sólin skín ekki!!!!!
Hafsteinn Kröyer Eiðsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.