Of margir leigubílar ?

Það er athyglisvert að bera saman fjölda á bakvið hvert leyfi.
Á höfuðborgarsvæðinu eru Uþb. 300 manns á hvern leigubíl, en á Akureyri eru Uþb. 800 manns á bak við hvert leyfi.
Getur verið að það séu einfaldlega alltof mörg leyfi í borginni ?
mbl.is 13 leyfi til leigubílaaksturs laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Á meðan eftispurn er eftir þessum leyfum þá eru þau ekki of mörg. Akureyri nær yfir mun minna svæði en höfuðborgarsvæðið og því geta menn oftar gengið milli staða auk þess sem hver túr hjá leigubílstjóra tekur styttri tíma. Þar að auki er höfuðborgarsvæðið miðstöð stjórnsýslunnar og þar af leiðandi eru menn utan af landi mikið á ferðinni þar og þeir koma oft með flugi og ferðast á milli í leigubílum.

Sigurður M Grétarsson, 28.3.2012 kl. 07:38

2 identicon

Fjör í sumar með 15000 manns á dag í gegnum Leifsstöð og metfjölda skipa.

GB (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 08:23

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhvern tíma sá ég hugmynd um sérstök helgarleyfi, en þá er oft vöntun á leigubílum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2012 kl. 10:31

4 Smámynd: Landfari

Ég held ég verði bara að kaupa þessa skýringu hjá Sigurði M.

Landfari, 28.3.2012 kl. 11:34

5 Smámynd: Óskar

Eini tími vikunnar sem vantar leigubíla er milli 4 og 6 aðfaranótt sunnudags og þó ekki alltaf.  Alla aðra daga er of mikið af leigubílum í Reykjavík.

Óskar, 30.3.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband