3.2.2012 | 21:38
BUS / TAXI eða hvað ?
Það er nú svoleiðis með þessar ,,strætóreinar", að þær eru merktar ,,Strætó / bus / taxi, og samkv. lögum BER öllum bílum, sem falla í þessa flokka að nota þær, ALLTAF !
Hins vegar er ekki ennþá búið að skilgreina T.d. ,,BUS"
Er það bara strætó ? Hvað þá með öll þau hundruð stæða út um allt land, sem eru merkt ,,BUS" og eru ætluð hópferðabílum almennt ?
Hvað með bíla, sem eru með hópferðaleyfi, t.d. 9 - 16 sæta fólksflutninga bíla, eru þeir ,,BUS" ? Og ef ekki hvers vegna er gerður mismunur á hópferðabílum eftir stærð ?
Hvað með bíla, sem eru notaðir til fólksflutninga, og skyldaðir í ,,hópferðaskoðun" rétt eins og hópbifreiðar ? T.d. Superjeppa ?
Eru þessir bílar ekki að brjóta lög (16 grein umferðarlaga, ef ég man rétt), ef þeir nota þessar sérmerktu akreinar ekki ?
Skiftir máli hvort farþegar eru með í för eða ekki ?
Ég gerði athugun á þessu fyrir u.þ.b. 2 árum, og talaði m. annars við Villiam Möller, lögfræðing umferðarstofu. Þá komst ég að því, að það vantar alla skilgreiningu á hvað t.d. ,,BUS" þýðir, m.a. með tilliti til allra stæðanna út um allt land, sem eru merkt með ,,BUS" þótt að strætó komi þar hvergi nærri.
Einnig er ekki til tæmandi reglugerð um notkun þessara sérmerktu akreina.
Ef komin er ný og tæmandi reglugerð um notkun á þessum akreinum, er það gott, og þá hlýtur einnig að vera þar skilgreining á hinum mismunandi gerðum af bílum.
Annað er, að víða í útlöndum eru þessar akreinar einnig fyrir hjólreiðafólk og mótorhjól, en vegna síaukinnar notkunar á þessum fararskjótum, þarf að fara að gera meira ráð fyrir þeim.
Margir aka á strætórein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BUS þíðir bygðalagasamlag umm samgöngur. Vertu svo ekki með svona útúr snúning og röfl maður og haltu þig á réttri akrein bara! þetta er fyrir rútur,strætó og leigubíla og það átt þú bara að vita sem fullorðin maður. Amk ef þú ert þá með bílpróf?
óli (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.