Gott hjá Þór Saari !

Rétt hjá honum. Ætli það sé vegna bágrar afkomu og lítillar ,,gróðavæntingar", sem hótel rísa nú sem gorkúlur um allt land ?
mbl.is Gagnrýnir ferðaþjónustuna harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp er dapurlega fyrir okkur komið ef þingmenn og/eða leiðsögumenn eins og þú segist vera hafa ekki meiri visku til að bera þegar rætt er um atvinnu fjölda manna og þeirra atvinnugreinar sem skapar um 15% af útflutningstekjum þjóðarinnar að þá skuli samkeppnishömlur eða samkeppnismismunun vera túlkuð sem gróðrarsjónarmið eða krafa um meiri gróða. Þetta er svo fáránlegur málflutningur og ekki þingmönnum sæmandi að líta á atvinnusköpun sem eintóma græðgi. Íslensk ferðaþjónusta er í gríðarlegri samkeppni sem færir hagnaðinn til neytenda um leið og samkeppni eykur atvinnu í landinu. Ferðaþjónustufyrirtæki vilja hafa samkeppni en KRAFAN er að allir sitji við sama borð og ekki séu undanþágur fyrir stóra aðila eins og FI sem er með mörg hundruð gistirými sem er m.a. seldar erlendum ferðamönnum í samkeppni.      

Þórir (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég skil þetta þannig, að þessi undanþága eigi aðeins við um félagsmenn í viðkomandi félögum. Það yrðu þá allir ferðamenn að gerast félagar til að ekki þyrfti að greiða gjaldið fyrir þá, held ekki !

Kannski er ég að misskilja eitthvað.

Börkur Hrólfsson, 23.12.2011 kl. 20:18

3 identicon

Já Börkur, þú ert að misskilja þetta veulega og átt að gæta orða þinna betur ef þú vilt vera tekinn alvarlega sem leiðsögumaður. Leiðsögumenn eru upp til hópa vandvirkir einstaklingar sem kynna sér málin vandlega áður en þeir tjá sig. Því miður eru alltaf örfáir sem ekki vanda sig en ég veit að þú vilt ekki vera álitin í þeim hópi Börkur Hrólfsson

Þórir (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 20:43

4 identicon

Ekki veit ég hvaða rök eru fyrir þessari mismunun varðandi 100 kallinn. Allar svona undanþágur kalla bara á misnotkun og vesen og nógu margir fá vinnu við framkvæmdina á þessu gjaldi þó að þetta komi ekki til. Ég hélt að þetta gjald ætti aðallega að fara til úrbóta og viðhalds einmitt á hálendinu þar sem ferðafélögin eru með mest af sínum rekstri. Ég spyr hvaða sanngirni er í að þeir sem gista í Landmannalaugum sleppi við gjaldið en út við Landmannahelli í 21 km. fjarlægð þarf að borga. Svona rugl getur ekki samrýmst jafnræðisreglum. Ég hef stöku sinnum heyrt orð af viti hjá Þór Sari, en þarna er hann út á túni. Ég spái reyndar að þetta gjald fari mestallt í skrifstofukostnað og snövl og lítið verði eftir til framkvæmda. Því miður. Gleðileg jól

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 22:54

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Kannski misskildi ég þetta. Ég hélt að þetta ætti við að félagar í ferðafélögum væru undanþegnir 100 kallinum, enda hafa þeir byggt upp skálana og umhverfi þeirra, yfirleitt í sjálfboðastarfi, eða kostnaður verið greiddur með félagsgjöldum þeirra, og ég trúi að þetta hafi verið hugsunin í upphafi, þó að raunin verði önnur.

En ég skil ekki hvað í helvítinu skattapólítík kemur því við að ég er leiðsögumaður !!

Mér finnst vælið í SAF vera orðið ansi þreytandi, það er ekki eins og þeir hafi ekki grætt neitt á verðfalli krónunnar !! AMK. eru launin greidd í helmingi verðminni krónum en fyrir nokkrum árum, og mestur hluti tekna SAF félaga er í verðmiklum gjaldeyri. T.D. fengust aðeins 65 Kr. fyrir dollara fyrir fimm árum Ca., en í dag fást 115 Kr. fyrir sama dollara.

Það er ekki SAF að þakka, að Ísland er orðið samkeppnishæft við önnur Norðurlönd, heldur versnandi gengi krónunnar, sem hefur valdið því að allur innlendur kostnaður, s.s. mannakaup og innlend matvæli hafa í raun lækkað mjög, miðað við það sem áður var.

Og það hefur ekkert með það að gera að ég er leiðsögumaður !!, Og það fjandi góður !! Hins vegar hef ég kannski ýmsa aðra bresti, en það var alls ekki til umræðu hér. Og mig varðar ekkert um hvaða starfi Þórir gegnir, þótt ég viti það reyndar.

Börkur Hrólfsson, 24.12.2011 kl. 01:07

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég tek undir með Olgeiri, að ég hef mestar áhyggjur af því að mestur hluti þessara tekna fari í ýmsa umsýslu og skrifræði. Þetta gistináttagjald ætti raunverulega aldrei að fara úr héraði, og alls ekki í gegnum eitthvað ríkisapparat !

Börkur Hrólfsson, 24.12.2011 kl. 01:09

7 identicon

Skv.1. tl. 3. gr. laga nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða skulu árlegar tekjur vera m.a. framlag ríkissjóðs sem nemur 3/5 af gistináttaskatti. Því má gera ráð fyrir að 2/5 séu umsýslugjald eða hreinlega tekjulind fyrir Ríkissjóð.

Nonni (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband