Gott fólk í Hull ?

Eða hvað ?
Skyldu ,,Hullarar" kannski vera að gæta hagsmuna sinna ?
Tryggja þau fimm þúsund störf, sem Íslenskir sægreifar útvega þeim, flytja út ! Störf, sem sæarlega vantar í Íslenska hagkerfið. Englendingar gera sér vel grein fyrir verðmæti þess að vernda og halda í innlend störf, en Íslenskir ráðamenn eru algjörlega ráðalausir, og gera ekkert til að endurheimta þessi störf !
30,000 störf töpuð síðan í ársbyrjun 2008, og við höfum varla efni á að borga atvinnuleysisbætur. Og svo töpum við ungu hæfileika fólki til Evrópu (Hull kannski ?).

Jú, þyggjum endilega allt sem Hull hefur að bjóða þarna úti, og sendum meiri óunninn fisk út ! Sendum fleiri störf úr landi !!

Eftir fleiri þorskastríð, og jafnvel mannfórnir, hafa Enskir loksins fundið aðra leið til að ,,taka snúning" á okkur. Þeir fá bara fiskinn óunninn til sín á Íslensku silfurfati, og tryggja vinnu fyrir enskt fiskverkafólk.

Allir græða !, eða hvað ??


mbl.is Bjóða Íslendingum aðstöðu í Hull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband