Verðhækkanir, okur og lögbrot eru viðskiftahættir nútímans

Ég fékk í hendurnar greiðslutilkynningu frá tryggingunum nú um daginn, og ég er eiginlega orðlaus, en ætla samt að reyna að segja frá þessu.

Ég á mótorhjól, ekkert svaka stórt, en ,,þungt bifhjól" samkv. skráningarvottorði.  Það er þriggja ára, og í svo góðu standi, að ég fékk tveggja ára skoðun á það núna í sumar.  Ég er 54 ára, og hef ekki valdið tjóni í mörg ár, og er því með mesta afslátt, sem hægt er.  En svona leit seðillinn út:  

img_5126.jpgTil glöggvunar, ábyrgðartryggingin, (þessi sem allir verða að hafa) kostar 91.440 Kr., með 25.600 Kr. sjálfsábyrgð.

Kaskó tryggingin kostar 215.874 Kr. (verð að hafa hana, vegna þess að það hvílir lán á hjólinu), sjálfsábyrgðin er 205.100 Kr.  

Og þá komum við að því allra besta !  Slysatrygging ökumanns og eiganda í eitt ár er 534.411 Kr. !!!! (þessi trygging er skylda, (sem ég held að styðjist ekki við nein lög), aðeins fyrir þá sem aka mótorhjóli, ekki þá sem aka bifreið af neinu tagi)

Samtals kostar að tryggja mótorhjól, sem er kannski 700.000Kr. virði, 841.725 Kr.!!!!! í eitt ár !!!

En þar sem ég er með góðan ökuferil, fæ ég hellings afslátt (níutíu og eitthvað %), og þarf því að greiða ,,aðeins" 65.314 Kr. !!!   

Það sem vekur athygli mína er, að lögboðin ábyrgðartrygging er í sjálfu sér ekki svo dýr.  Heldur er kaskó tryggingin, sem aðeins tryggir 1/3 af verðgildi hjólsins heilar 215 þúsund krónur !!  Ég held að kaskó af 3 tonna bílnum mínum sé rétt yfir eitt hundrað þúsund krónur, og þar er sjálsábyrgðin ekki nema u.þ.b. 70.000 Kr.

Og svo er þessi slysatrygging, sem ég vil meina að sé svindl, og ekkert annað.  Ég hef haldið því fram í mörg ár, að fólk á að geta valið sér slysa og líf tryggingar sjálft.  T.d. er þessi trygging ekki skylda á bílum.  Það væri gaman að vita hvað almenn slysa og líftrygging kostaði, svona ein og sér.  

Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort einhver, sem hefur ekki fullann afslátt tryggi hjól yfirleitt, og nú skil ég það sem sagt hefur verið, að það séu mörg ótryggð hjól í umferð. 

 

En það er meira, þennan sama dag, fór ég í Eymundsson að kaupa bók.  hún kostaði 4.480 Kr. á Íslensku, en hins vegar gat ég fengið hana á 3480Kr. (eða þar um bil), þýdda á ensku. 

img_5131.jpg

 Þegar ég spurði afgreiðslufólk Eymundsson (sem á að vita allt !) hversvegna þessi verðmunur væri, var fátt um svör, og mér bent á að tala við útgáfuna (rétt eins og þeir límdu verðmiðana á bækurnar).  Mig vantaði bókina strax, svo ég keypti hana á háa verðinu.  Ók síðan sem leið lá uppá Ártúnshöfða, til að taka eldsneyti, og hvað haldiði ?.  Þar var bókin til á sama lága verðinu, hvort sem hún var á Íslensku, eða þýdd á útlensku !!  Ég held að Eymundsson hafi verið að svindla !! 

 

En þetta er ekki allt, á heimleiðinni kom ég við í búð, (þori varla að segja Bónus )  til að kaupa í matinn.  Þar sá ég skinku frá Ali, og keypti svona hugsunarlaust.  nú áðan, þegar ég fór að gæða mér á skinkunni, sá ég þetta:  

Pökkunardagur er 23 Sept. og ,,Best fyrir" er 23 Okt. !!  hvernig getur soðið kjöt geymst í heilann mánuð ????   Það eru engar leiðbeiningar um geymslu á umbúðunum !!, og engin innihaldslýsing heldur !!, en samt hlýtur þetta að vera sneisafullt af rotvarnarefnum og öðrum viðbjóði.   

img_5133.jpg

 Á umbúðunum er borði, sem stendur á:  ,,sjá leiðbeiningar á bakhlið" !!

 

 

 

 

 

img_5134.jpg

Næsta mynd sýnir hvernig bakhliðin lítur út !!     

Ég veit ekki hvað þarna eru brotnar margar reglur merkingu matvæla, en þær eru ábyggilega þó nokkrar !! 

 

 

 

 

 

 

Ég horfði á fréttir, Kastljós, og Návígi, í kvöld.

Er nokkur furða að maður fyllist reiði, vonleysi og uppgjöf, ef þetta er það sem við búum við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Svona er þetta....hahah þú verður að sjá þetta....á vel við þig í dag.

http://www.ted.com/talks/seth_godin_this_is_broken_1.html

Halla Rut , 29.9.2010 kl. 01:41

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Einmitt !

Börkur Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 02:14

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

1) Býrðu á Íslandi?

Ef svarið er "já" við spurningunni, að þá er komin fullkomin skýring á vandamálinu.

Hef svipaða sögu að segja af breittum reglum fyrir þá sem stunda fisflug.

Eru það annars ekki mest megnis lögmenn sem búa til þessi lög inni á Alþingi?

Vertu viss um að hagsmunahópur þeirra er EKKI almenningur sem í raun kaus þetta fólk inn á þing, heldur þeir sjálfir.

Nýjasta útspilið eru ný erfðaskattslög, fyrir hverja? Nú auðvita útbúinn fyrir lögmenn!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 02:23

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Kjartan, geturðu reddað mér þokkalegri vinnu þarna úti ?

Börkur Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 02:29

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það gæti alveg farið svo, gæti hugsanlega þurft fólk fljótlega sem kann að bretta upp ermar og kunna vel til verka. Ég veit að þeir sem hafa komist í gegnum íslenskan hreinsunareld eru flestir heljarmenni eftir slíka raun :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 02:39

6 Smámynd: predikari

Allir neyddir til að kaupa, engin ástæða til þess að lækka verðið.

predikari, 29.9.2010 kl. 09:45

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú hefur verið stálheppinn að hafa  slökkt á útvarpinu í bílnum áður en þú tókst benzín upp á Ártúnshöfða.  Annars hefðirðu getað átt það á hættu að STEF sendi þér rukkun upp á 15.000 fyrir að flagga höfundarvörðu efni á almannafæri.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband