Fylgjast með gámum

Ég held að lögregla og tolla yfirvöld ættu að fylgjast sérstaklega vel með gámum sem fara úr landi á næstunni, sem og með bílums sem fara í Norrænu.
Hef grun um að þá gæti þetta fundist.
mbl.is Brutust grímuklæddir inn í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Ég er alveg sammála þér með það að yfirvöld ættu að athuga þetta. Þetta eru erlendir aðilar sem brjótast inn í svona verslanir með það eitt fyrir augum að stela ullarfatnaði og dýrum útivistarfatnaði og koma því úr landi. Fjölskyldan mín er með sambærilega verslun og urðum við fyrir innbroti þar sem einungis ullarfatnaði og útivistarfatnaði var stolið en flatskjáir og tölvubúnaður látið eiga sig. Þetta átti sér stað aðfaranótt 3ja september og stolið vörum fyrir um 4 milljónir og þetta voru um 300 flíkur. Vikunni þar á undan var brotist inn í verslun Álafoss í Mosfellsbæ og stolið ullarfatnaði.

Það er mjög einfalt mál að ef skoðaðir væru búslóðagámar sem færu héðan myndi megnið af hinu og þessu þýfi finnast. En yfirvöld bregðast ekki við þessu og reyna þar með ekki að uppræta slík brot né fækka þeim. Sem eingöngu hvetur til frekara framhalds á slíku.

Sigurður Árni Friðriksson, 27.9.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Lögregla og önnur yfirvöld yppa bara öxlum ,,var þetta ekki tryggt, hvort eð er" ? Og allir vita hverjir borga að lokum.

Börkur Hrólfsson, 27.9.2010 kl. 12:55

3 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Vissulega var þetta tryggt, en það bætir ekki að fullu tapið sem varð af þessu og sú andlega vanlíðan sem fylgir því að lenda fyrir svona aðgerðum. Já já, almenningur fær alltaf að sjá um að greiða fyrir þessa helvítis glæpamenn.

Sigurður Árni Friðriksson, 29.9.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband