Borga sig inn í sölutjöld ??

Ég var í Eyjafirðinum í fyrradag, og langaði að sýna hópnum, sem ég var með á ferð um Ísland, Íslenskt handverk.
Ég fór að kynna mér ósköpin, en þegar ég var rukkaður um ,,aðgangseyrir" ákvað ég að bjóða mínu fólki ekki á þessi ósköp, enda stríðir það algerlega gegn minni betri vitund, að borga mig inn í verslanir.

mbl.is Aðsóknarmet á handverkshátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. Mér dettur ekki í hug að fara þarna til þess eins að borga mig inn svo ég geti keypt mér eitthvað.

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:42

2 identicon

Var hópurinn spurður álits?

Snýst ferðin um þig eða hópinn sem þú varst með?

Enginn. (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: Anna Guðný

Þú getur farið inn í verslanir um allt land og sýnt fólki íslenskt handverk. Kostar þig ekki krónu.  Handverkshátiðin á Hrafnagili er allt annað. Ef þú sérð engan mun þar á ja þá ættir þú kannski að afla þér meiri upplýsingar áður en þú kemur með þessar staðhæfingar.

Vona nú samt að þú hafir fundið einhverjar verslanir þarna í firðinum.

Takk fyrir heimsóknina í fjörðinn minn.

Anna Guðný , 8.8.2010 kl. 18:23

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það er alltaf gaman að koma í hinn fagra Eyjafjörð, uppáhalds staðinn minn Akureyri og aðra fallega staði fyrir norðan. Mig vantaði eitthvað til að fylla í dagskrána, og datt í hug að gaman væri að fara með hópinn á hátíðina, en gerði mér ekki grein fyrir að hún er ekkert annað en umgjörð um minjagripa verslanir og handverks búðir, það sama og maður sér út um allt land, enda ,,Eyfirskt handverk" í minnihluta syndist mér. Þarna var hnífasmiður úr Reykjavík, gullsmiður úr Reykjavík, handverksfólk úr Þingeyjarsveit, sem sagt fólk allstaðar að, en ekki neitt ,,sérstaklega Eyfirskt".

Ég sleppti fólkinu lausu á Akureyri, og auðvitað fundu þau eitthvað þar, en best þótti þó Kaðlín á Húsavík, og upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð. Og þar þurfti ekki að borga aðgangseyrir til að skoða söluvarninginn.

Mér finnst það ekki rétt, að borga til að skoða úrval í verslunum, og hefði gaman af að vita hvernig fólki þætti að þurfa að borga sig inn í t.d. Jólahúsið handan vegarins, eða Blómaval eða jólaþorpið í Hafnarfirði, svo eitthvað sé nefnt.

Börkur Hrólfsson, 8.8.2010 kl. 19:20

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Börkur, ég er algjörlega sammála þér, auðvitað á að vera ókeypis inn.  Á sýningunni voru "nokkrir" sem ég get flokkað sem handverksfólk, mest eitthvað rándýrt dísæn og verslanir héðan að sunnan. Ég er ekki að fara á Handverkshátíð til að kaupa boli sem ég get verslað í búð niðrí bæ eða krem sem ég fæ í næsta apóteki.

Sigrún Óskars, 9.8.2010 kl. 13:45

6 identicon

Sæll herra neikvæður

mér þykir leiðinlegt að heyra að hópurinn þinn hafi misst af frábærri hátíð útaf þinni neikvæðni. þetta er svo langt frá því að snúast eingöngu um sölu. þarna er fólk að sýna handverkin sín, margir eru með upplýsingar um námskeið og annað tengt handverkinu. í verslunum hér og þar um landið þar sem fólk getur keypt þessi handverk eru hönnuðirnir ekki á staðnum til að veita fólki þær upplýsingar um handverkið sem það vill kannski vita.

á útisvæðinu voru alls kyns uppákomur, þar á meðal sýning á landnámshænum, miðaldaþorp og fleira sem ferðafólki hefði þótt gaman að sjá.

1000 kr í aðgangseyri er nú heldur ekki mikið miðað við allt sem þú færð að sjá, aðgangseyrir inná söfn á landinu er oft hærri en þessi upphæð. svo er engin skylda að kaupa neitt þó þú farir á svona sýningu.

þú vonandi verður með annað hugarfar að ári ef þú verður á svæðinu

kv. ánægður gestur handverkshátíðar

gestur handverkshátíðar (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband