Vaxandi ólga.

Það er greinilegt að lögreglan er hrædd við vaxandi ólgu meðal þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn hefur ekki staðið við stóru orðin, fólk er borið út í stórum stíl. Árni Páll heldur áfram að lofa, og svíkja svo, og Jóhanna er í felum. Steingrímur virðist vera búinn að játa sig sigraðann í baráttunni við peningaöflin. Atvinnuleysi virðist ætla að verða landlægt til frambúðar, og fyrirtæki komast upp með að ráða laglauna útlendinga, í stað þess að taka fólk af atvinnuleysisbótum.
Gjaldþrot aukast hjá venjulegu fólki, sem lét gabbast af öllu góðæris talinu hér um árið, á sama tíma og ,,góð sala er í lúxus eins og Rolex úrum og flatskjám", eins og sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Þeir ríku verða ríkari, á meðan fátæku fólki fjölgar hraðar en tölu verður á komið.
Ég held að það verði óhætt að hafa messuna opna fyrir alla, ég hef litla trú á að ráðamenn þjóðarinnar þori að láta sjá sig.
Andskotans aumingjar !

mbl.is Biskup andsnúinn lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Góðru pistill hjá þér ;-)

Helga , 12.6.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort sem við fáum aðgang að kirkjunni eða ekki, þá getum við alltaf hrópað forsætisráðherra niður þegar hún flytur "hátíðarræðu" sína á Austurvelli!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband