3.6.2010 | 12:57
Þetta er ekki nóg !
Dæmi:
Keypti bíl í Feb 2007 á 3,2 millj. Tók myntkörfulán uppá 2.45 millj.
Hef borgað af bílnum síðan, en lánið stendur í 3,2 millj. Mogulegt söluverð bílsins (ef vel gengur) er 2 millj.
Nú bjóða þeir mér að lækka í 2.8 millj.!!
Ég vi fá þessi 750 Þús, sem ég átti í bílnum tilbaka. Þar sem verðmæti bílsins hefur rýrnað um ca. 35% yrði það u.þ.b. 450 - 500 Þús. Eftirstöðvar af söluverði (2 millj.) yrðu þá 1,5 millj., sem ég væri til í að taka á mig til helminga við fjármögnunarfyrirtækið, sem sagði að ,,það væri ekki hægt að tapa á þessu". Sem sagt 750 Þús. Kr. eftirstöðvar.
Ef þeir bjóða mér að lækka höfuðstólinn í 750 Þús., þá tek ég því, því það er ákkúrat það sem þær ´ttu að vera samkv. upphaflegum samningi á milli okkar.
2,2 milljónir fara í 1,4 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
af hverju keyptiru þér ekki bíl á 750 þúsund og staðgreiddir?
Nafnið, 3.6.2010 kl. 21:53
Af því að mig langaði í hinn, og mér var talin trú um að það væri ,,ákkúrat billinn fyrir þig".
Ríkisstjórnin, verkalýðsleiðtogarnir, fjármálaséníin og flestir aðrir töldu mér og fleirum tú um að hér ríkti stöðugleiki, og nú væri ákkúrat komið að því að við fengjum notið þess að krónan væri loksins komin á réttan stað meðal gjaldmiðla heimsins.
Ég veit það nú, að allir þessir ,,sérfræðingar" voru að ljúga.
Ég hefði betur keypt 750 þús. króna bílinn, og ekki stofnað til myntkörfuláns. En ég er svosem ekki sá eini, sem átta mig á því núna.
Börkur Hrólfsson, 3.6.2010 kl. 22:14
Börkur.
Ef fasteignasali hefi sagt við þig að þetta væri akkúrat einbýlishúsið fyrir þig og þú hefír látið glepjast og ferðaskrifstofan sagt þér að þetta væri akkúrat utanlandsferðin fyrir þig þá myndir þú væntanlega líka vilja færa kostnaðinn af þessum afglöpum þínum yfir á almenning eða hvað????
Bragi Sigurður Guðmundsson, 4.6.2010 kl. 12:20
Kannski ekki, en ef forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og ráðherra bankamála, sem og verkalýðsleiðtogar og aðrir þeir ,,sérfræðingar", sem fullyrtu að allt væri í himnalagi og þetta væri það eina rétta, hefðu nú slegist í þann hóp, sem mælti með þessu, þá vildi ég að þeir tækju sinn hlut af ábyrgðinni.
Ég var heldur ekki að ætlast til að almennigur (skattgreiðendur) tækju á sig það tap, sem hefur orðið á þessum viðskiftum, heldur aðeins fjármögnunar fyrirtækið, sem starfaði í umboði stjórnarinnar og þeirra umsjónaraðila og sérfræðinga, sem allir brugðust.
Það að ríkið hafi seinna tekið yfir bankann, sem á fjármögnunarfyrirtækið, er seinni tíma aðgerð, ríkið verður að standa við ábyrgð sína, ef einhver er vegna þess.
Börkur Hrólfsson, 5.6.2010 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.