4.5.2010 | 23:22
léleg málfræði, eða hvað ?
Frétt í DV. um fjármál fyrrverandi bæjarstýru Akureyrar náði athygli minni.
Þar er talað um félag, sem heitir Árbakki hestar. Árbakki á fyrirtæki, sem heitir Hestvit. Hestvit á einn hest, og er einnig í útflutningi á hestum.
Í þriðju málsgrein er talað um fyrirtæki, sem heitir Lífsvals (eitthvað með dans að gera ?), og er einn stærsti ,,landareigandi" landsins.
Við lesturinn komu mér nokkrar spurningar í hug:
Hvernig getur félag, sem kaupir og selur einn hest, tapað 25 milljónum ?
Og, hvað er ,,Lífsvals" ?, og hvað er ,,landareigandi" ?
Eða er þetta bara illa unnin frétt ?
http://www.dv.is/frettir/2010/5/4/hestabu-sigrunar-tapadi-25-milljonum/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.