,,Gott, látum lýðnum blæða"

Það er fólkið, sem keypti flatskjáina, jeppana og var haldið kaupæði, að sögn mannsins, sem setti lyftu heima hjá sér, til að þurfa ekki að nota stigann á milli hæða. Og keypti heilt fótbolta félag til að þurfa ekki að bíða í biðröð, og bauðst svo til að byggja nýtt tónleika hús fyrir okkur. Og allt fyrir peningana okkar !!!
Nú vil ég að fólk fari upp á Laugarás, og heimsæki kalinn Bjögga, hendi honum út, og taki húsið fyrir heimilislaust fólk. Síðan á að stilla Bjögganum upp í gapastokk á Austurvelli, og leyfa fólki að hýða hann.
Helvíti væri það gaman !!
mbl.is Uppboð auglýst á 150 eignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þrælgóð hugmynd.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þarna færðir þú umræður almengins úr stofunni heima inn á bloggið nokkuð gott hjá þér.

Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Fólk fær endalausar fréttir af því að framundan séu miklir erfiðleikar, að botninum sé ekki náð, að skattahækkanir eigi eftir að verða meiri, að fleiri hundruð, ef ekki þúsundir heimila eigi eftir að lenda undir hamrinum í ár, að atvinnuleysi aukist, að fólk sé í ,,skuldafangelsi", komist ekki burt. og ég veit ekki hvað og hvað.

Á sama tíma heyrir maður að arkitektar hrunsins (hér heima), hafi ekki einu sinni verið yfirheyrðir, eignir ekki frystar, þeir mæta í ræktina og hlægja og skemmta sér (yfir vesöld okkar hinna ?). Þeir fá tækifæri og tíma til að flytja fjármuni úr landi, þeir gerast jafnvel erlendir ríkisborgarar, til að yfirvöld geti ekki snert þá. Þeir taka upp ný nöfn, til að reyna að fela uppruna sinn (Snorri W.), og þeir dulbúa sig á annann hátt. Þeir fá að flytja erlendan gjaldeyri úr landi, (stjórnarformaður Byrs), jafnvel þótt þeir séu grunaðir um stórkostleg undanskot og fjármálaglæpi gegn þjóðinni.

Á sama tíma þurfum við að framvísa farseðlum og búa við önnur höft. Þeir ganga inn og út úr landinu í fatnaði uppá hundruð þúsundir, með skartgripi fyrir það sama, en við þurfum að borga himinháa tolla af jólagjöfum til barna okkar.

Er nokkur hissa á að fólki þyki tími til kominn að taka á hlutunum, og hreinlega ,,sækja þetta fólk til saka"

Ég legg til að við gerum aðsúg að þessu fólki, og látum það, og fjölskyldur þeirra heyra að við viljum ekki sjá þau neinsstaðar nema í fangelsi, og eignalaus, eins og þúsundir fjölskyldna eru nú, af þeirra völdum.

Ég legg til, að næstu mótmæli verði heima hjá Björgólfi gamla, og að fólk taki sér stöðu þar til að sýna hug sinn. En látum Alþingi vera, þeir eru þó að reyna að slökkva þá elda, sem þetta lið kveikti, þó þeim farnist það illa.

Börkur Hrólfsson, 10.1.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Börkur þarna er hvert orð vel skrifað það mætti halda að þessir einstaklingar sem eiga hlut að máli eigi lögregluna og dómarana ásamt stórum hluta stjórnarinnar + gamla Betlesson. Auðvitað er það lágmarks krafa að þeir svari til saka strax og að eigur þeirra verði frystar hvort heldu sem þær eru skráðar  á þá konu eða ættingja og að lokum hvar eru allir þessir peningar sem þeir stálu!

Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband