Færsluflokkur: Dægurmál
26.2.2010 | 19:20
Skemmtileg þjóð !
Ég fór út að leika mér á jeppanum í snjónum, í dag. Fyrst þurfti að setja eldsneyti á gripinn. Þegar það var búið, sá ég í hendi mér, að ég hefði ekki efni á að fara langt. Sem betur fer eru olíufélögin með hag neytenda í fyrirrúmi, og Skeljungur hafði búið til þetta líka myndarlega snæfell á planinu hjá sér. Fetaði ég í hjólför Antons fjallagarps, og lék mér í fjallshíðunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009 | 10:49
Viskubrunnur Íslands !!
Hef sagt það áður, og segi enn:
Viskubrunnur Íslands er á Grænavatni í Mývatnssveit !!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 13:55
Vonbrigði
Það er ekki eins og ekkert hafi verið reynt: Timburþurrkun, parketgerð, pappírsverksmiðja, kísilverksmiðja, o.fl. Flest af þessu hefur farið á hausinn, eða hætt.
Og ekki hefur vantað hugmyndaflugið: Krókódílarækt, strútarækt, og svo má lengi telja.
Þingeyingar hafa sýnt áræðni í að búa til störf á svæðinu, og má nefna nokkur sem þóttu harla ólíkleg til hagnaðar í upphafi: Jarðböðin, sem almennt eru talin bera af í samanburði við önnur svipuð fyrirtæki, Hvalaskoðun á Húsavík, almennt talin vera sú besta í N. Evrópu, safnaumhverfið á Húsavík, og nú nýjasta hugmynd Húsvíkinga, að fá leifar Náttúrugripasafns Íslands norður og gjarnan má nefna fisskþurrkun, lengst inni í landi, sem mörgum hefði þótt óhusandi hér áður fyrr.
Ég held að Þingeyingum sé vel treystandi til að velja sinn starfsvettvang sjálfir, og að þeir ættu að fá fullan stuðning og styrk valdhafa, annað eins hefur nú verið gert.
Héðinsfjarðargöng, fokdýr framkvæmd, sem gerir ekkert annað en að kalla á meiri framkvæmdir, og óvíst að muni nokkurn tíma skila hagnaði, eða verða til einhvers verulegs gagns. Og ekki má gleyma Landeyjarhöfn í Bakkafjöru, sem mun ekki búa til nein ný störf, og að margra mati mun aðeins auka slysahættu á hættulegasta og mannskæðasta vegi landsins, en kostar milljarða.
Ég held að álver á Bakka yrði hagkvæmara fyrir þjóðarbúið en margar þær framkvæmdir sem ríkið hefur ráðist í að undanförnu, og held að stjórnin ætti að styðja við bakið á þeim hugmyndum.
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)