Færsluflokkur: Dægurmál

Skemmtileg þjóð !

     Ég fór út að leika mér á jeppanum í snjónum, í dag. Fyrst þurfti að setja eldsneyti á gripinn. Þegar það var búið, sá ég í hendi mér, að ég hefði ekki efni á að fara langt. Sem betur fer eru olíufélögin með hag neytenda í fyrirrúmi, og Skeljungur hafði búið til þetta líka myndarlega snæfell á planinu hjá sér. Fetaði ég í hjólför Antons fjallagarps, og lék mér í fjallshíðunum.  

img_6420_964757.jpg
     Því næst lá leið mín í Breiðholtið, og þar voru strákarnir á stóru bílunum að sýna listir sínar.  
  Begga var ekki skemmt ! 
 
     Þar hafði snjóruðnings bíll lent í illa merktum skurði, og hjólasettið stórskemmst, svo að bíllinn varð óökufær, og hvað gera menn þá ?
  Jú kalla á mennina með stóru kranana:  
img_6375.jpg
 
 
 
 
 
 
 
img_6383.jpg
img_6407.jpg
  

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
   Skemmdir eru talsverðar, skamm!, verktakar
img_6412.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
     Og ekki voru þeir alveg aðgerða lausir í Hafnarfirði.  Þar hafði ungur ökumaður farið heldur geyst í beygju, og næstum farið fram af stæðinu heima:  img_6461.jpgimg_6467.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrst kom Krókur:  
img_6467_964766.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  En ekkert gekk, Þá kom alvöru bíll, með krana, og þá gekk loksins að koma bílnum af veggnum.  img_6470.jpg
 
 
 
 
      Mér datt í hug, að þessi ungi maður hefði ekki heyrt í útvarpinu í gær.   Vegna snjókomu, sá lögreglan ástæðu til að vara við hálku !!  Eins gott, því við vorum löngu búin að gleyma að það getur verið sleipt í snjó.
 
 
 
 
 
     Næst lá leið mín á gámastöð Sorpu, og þar sá ég að þjóð í kreppu, á ennþá nægt fé, til að geta hent verðmætum:  
Þarna má sjá, meðal annars Trek reiðhjól, sem kostar nýtt u.þ.b. 60.000 krónur, virtist vera í góðu lagi.  
Einnig var þarna ágætis Bullworker æfingatæki, gæti komið sér vel að koma sér í form fyrir sumarið.  Einnig mátti sjá þennann líka fína skrifstofustól.  Já, Íslendingar eru rík þjóð !
 
img_6454.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
    Eftir þetta var nú komið að því að fá sér kaffisopa hjá honum Jóni ,,á Skallanum", lesa blöðin og komast að því að við erum stórskrýtin þjóð:
     Ennþá er hægt að kaupa trúnaðargögn hjá Spron, enda banka leynd ekki til á Íslandi.
Landsbankinn auglýsti ,,peningaráðgjöf"  og ráðgjöf varðandi viðskifti við lífeyrissjóði.  En í Mogganum frá í gær, lýsir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri samtaka bankastarfsfólks því yfir, að bankafólk beri enga ábyrgð !!
 
     Radisson SAS heitir nú Radisson Blu, Radisson menn hafa reynt að afsaka nafnabreytinguna með því að ,,BLU" vísi til menningar arfs, og þess sem hótelið stendur fyrir ??
  Er ekki bara verið að skifta um kennitölu ?
 
     Lyf og Heilsa (hverjir eiga það ?)  var dæmt til að borga helling vegna þess að það hafði notað markaðsstöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni á Akranesi.  Þeir höfðu meira að segja reynt að hafa áhrif á veitingu lyfsöluleyfis til keppinautarins hjá ráðuneytinu. 
  Og þeir skilja ekkert í þessum dómi, og áfrýja !!!
 
     Og á svipuðum slóðum.  Einn af orsakavoldum bankahrunsins telur sig ennþá ,,mann fólksins" !!  Hvaða veruleika lifir þetta fólk í ??
 
     Í blaðinu var einnig sagt frá því, að menn yrðu dæmdir fyrir að borga fyrir kynlíf, vegna þess að sú sem fékk borgunina var ekki konan þeirra !!
 
     Og meira af dómstólunum, það kostar víst ekki nema 3og1/2 ár, að drepa mann á Íslandi í dag !!
 
     Þetta er alveg stórskrýtin þjóð, meira að segja hreindýrin synda til hafs og reyna að komast burt.  Og svo er Þorsteinn Pálsson víst ábyrgur fyrir ,,drápshvalnum" í Ameríku.
 
  En Reykjavík er ,,besta borgin til að skella sér í sund" samkvæmt ,,Business traveler"
 
     Má bjóða þér ,,Karteflu ??  
img_6469_2_964774.jpg
 
img_6469.jpg
 


Viskubrunnur Íslands !!

Var að horfa á Útsvar, frá því í gær.
Hef sagt það áður, og segi enn:
Viskubrunnur Íslands er á Grænavatni í Mývatnssveit !!

Vonbrigði

Það er ekki eins og ekkert hafi verið reynt: Timburþurrkun, parketgerð, pappírsverksmiðja, kísilverksmiðja, o.fl. Flest af þessu hefur farið á hausinn, eða hætt.

Og ekki hefur vantað hugmyndaflugið: Krókódílarækt, strútarækt, og svo má lengi telja.

Þingeyingar hafa sýnt áræðni í að búa til störf á svæðinu, og má nefna nokkur sem þóttu harla ólíkleg til hagnaðar í upphafi: Jarðböðin, sem almennt eru talin bera af í samanburði við önnur svipuð fyrirtæki, Hvalaskoðun á Húsavík, almennt talin vera sú besta í N. Evrópu, safnaumhverfið á Húsavík, og nú nýjasta hugmynd Húsvíkinga, að fá leifar Náttúrugripasafns Íslands norður og gjarnan má nefna fisskþurrkun, lengst inni í landi, sem mörgum hefði þótt óhusandi hér áður fyrr.

Ég held að Þingeyingum sé vel treystandi til að velja sinn starfsvettvang sjálfir, og að þeir ættu að fá fullan stuðning og styrk valdhafa, annað eins hefur nú verið gert.

Héðinsfjarðargöng, fokdýr framkvæmd, sem gerir ekkert annað en að kalla á meiri framkvæmdir, og óvíst að muni nokkurn tíma skila hagnaði, eða verða til einhvers verulegs gagns. Og ekki má gleyma Landeyjarhöfn í Bakkafjöru, sem mun ekki búa til nein ný störf, og að margra mati mun aðeins auka slysahættu á hættulegasta og mannskæðasta vegi landsins, en kostar milljarða.

Ég held að álver á Bakka yrði hagkvæmara fyrir þjóðarbúið en margar þær framkvæmdir sem ríkið hefur ráðist í að undanförnu, og held að stjórnin ætti að styðja við bakið á þeim hugmyndum.


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband