Færsluflokkur: Bloggar

Hvílikir vitleysingar !

Hér ákveða menn greinilega að fara í einhvern orðaleik, frekar en vera málefnalegir !!
Það stendur ekki til, né hefur það staðið til, að svipta menn veiðikvóta !!
Það er verið að tala um að úthluta ekki sama eða minni kvóta næst eða einhverntíma, þegar ný lög hafa verið sett. Veiðikvóta er úthlutað árlega, og undanfarin ár hefur hann oft verið minni en árið á undan, og það alveg bótalaust !
Það er óumdeilt að einhver hugsanlegur veiðikvóti (veiðiréttindi) í framtíðinni er ekki eign neins. Ef einhver er svo vitlaus, að vilja taka veð í hugsanlegum veiðiréttindum skipaeigenda, þá verður sá hinn sami að eiga það við sjálfan sig.
Gísli Tryggva orðaði þetta kannski vitlaust, hann hefði átt að segja, að ef menn fengju ekki úthlutaðann kvóta í framtíðinni, þa yrði það bótalaust. Enda hvergi í lögum að svo og svo miklum kvóta skuli úthlutað til tilgreindra skipaegenda í framtíðinni. Hinsvegar er tiltekið að fiskurinn í sjónum sé sameign allra landsmanna, og að veiðirétti skuli úthlutað árlega með hagsmuni þjóðarinnar í huga !
Krafan hlýtur að vera að fá allann fisk í land og vinna hér, og flytja síðan út, sem fullunna vöru. Okkur vantar fleiri störf, ekki síst á landsbyggðinni, þar sem frystihús standa tóm og fólkið þyggur bætur frá ríkinu.
Það vita allir, að fiskveiðar eru ekki að skila þjóðinni því sem þær ættu.
Of fjárfesting í fiskveiðiflotanum er stórt vandamál hér, og allar krónur, sem annars gætu nýst hér á landi í formi gróða, fara í að borga lán af marg yfirveðsettum fiskveiðiflota landsins, þannig að aðeins lítið brot verður eftir hér heima.
Algjör uppstoppun er nauðsyleg, og viðurkenning fólks á að útgerðarmenn ,,eiga" ekki veiðiréttinn til eilígðar, heldur fá hann úthlutaðann árlega ti árs í senn, og eru skyldugir til að fara vel með hann, þjóðinni allri til hagsbótar, en ekki til að mata eigin krók.
mbl.is „Aldrei heyrt annað eins rugl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margir leigubílar ?

Það er athyglisvert að bera saman fjölda á bakvið hvert leyfi.
Á höfuðborgarsvæðinu eru Uþb. 300 manns á hvern leigubíl, en á Akureyri eru Uþb. 800 manns á bak við hvert leyfi.
Getur verið að það séu einfaldlega alltof mörg leyfi í borginni ?
mbl.is 13 leyfi til leigubílaaksturs laus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar fréttaflutning

Þetta er nú svolítið okkur að kenna.
Það mætti auka fréttaflutning af óförum útlendinga hér á landi. Alltof margir halda að það að ferðast um hálendi og jökla sé ,,walk in the park".
Mbl er með ,,news in english", þar er afar sjaldan fréttir af þessum málum, það virðist ekki mega styggja ferðamanninn, við skulum fá hann hingað, hvað sem það kostar !
T.d. vantar alveg fréttir af bílveltum ferðamanna ó vondum vegum okkar, eða þegar það þarf að sækja fólk í vanbúnum bílum inná fjöll.
Ég held að ferðamenn taki jafnvel sénsinn, af því að þeir vita að þeir geta treyst á að verða sóttir, ef þeir lenda í vandræðum, þessir gerðu það.
Stöðugar fréttir af færð og óförum fólks myndu fæla ævintýrafólkið frá, sérstaklega ef fjallað væri um kostnað, sem vanbúið ferðafólk þyrfti að borga. Að sjálfsögðu þyrftu þær að vera á ensku, í fjölmiðlum fyrir ferðamenn. Iceland review T.d.
Þessar fréttir gætu líka gagnast í atvinnuleysinu, sem er hér er.
Þannig mætti ímynda sér, að ef meira væri hvatt til að nota kunnáttu Íslenskra fjallamanna myndi þessum atvikum fækka til muna, og skapa störf um leið. T.d. held ég að Íslenskir fjallamenn viti alveg hvernig tjöld þurfa til að ferðast um Vatnajökul að vetri.

mbl.is Fleiri útköll vegna ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Guggan verður áfram gul"

Ég mun sakna þess að spjalla við Þóri vin minn um heima og geima.
Og vona að orðin í fyrirsögninni eigi ekki við um þessa sölu.
mbl.is Víkurprjón selt til Garðabæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin furða !

Það var nefnilega engin líkamsárás í Skútuhrauni !!
Þar af leiðir að enginn mun verða handtekinn fyrir það.
Hins vegar var árás á ungann mann í Skútahrauni þessa sömu nótt, en engar fréttir eru um það.
mbl.is Enginn handtekinn vegna líkamsárásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha, hvar ?

,,Skútuhraun" hvar er það ??

mbl.is Líkamsárás í Skútuhrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Af slysförum" !!

,, Leikarinn lést af slysförum eftir ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja " Er ofneysla lyfja nú allt í einu slys ?
Hver veit að dauði hans var slys ? Maðurinn var dópisti, og dó af ofneyslu !
Elvis, Jimi Hendrix, Mary Winehouse, Whitney og fleiri dóu öll af slysförum, eða hvað ?
mbl.is Syrgir enn Heath Ledger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin furða.....

Eins og verðið er orðið !
mbl.is Stal olíu af vörubifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BUS / TAXI eða hvað ?

Það er nú svoleiðis með þessar ,,strætóreinar", að þær eru merktar ,,Strætó / bus / taxi, og samkv. lögum BER öllum bílum, sem falla í þessa flokka að nota þær, ALLTAF !
Hins vegar er ekki ennþá búið að skilgreina T.d. ,,BUS"
Er það bara strætó ? Hvað þá með öll þau hundruð stæða út um allt land, sem eru merkt ,,BUS" og eru ætluð hópferðabílum almennt ?
Hvað með bíla, sem eru með hópferðaleyfi, t.d. 9 - 16 sæta fólksflutninga bíla, eru þeir ,,BUS" ? Og ef ekki hvers vegna er gerður mismunur á hópferðabílum eftir stærð ?
Hvað með bíla, sem eru notaðir til fólksflutninga, og skyldaðir í ,,hópferðaskoðun" rétt eins og hópbifreiðar ? T.d. Superjeppa ?
Eru þessir bílar ekki að brjóta lög (16 grein umferðarlaga, ef ég man rétt), ef þeir nota þessar sérmerktu akreinar ekki ?
Skiftir máli hvort farþegar eru með í för eða ekki ?
Ég gerði athugun á þessu fyrir u.þ.b. 2 árum, og talaði m. annars við Villiam Möller, lögfræðing umferðarstofu. Þá komst ég að því, að það vantar alla skilgreiningu á hvað t.d. ,,BUS" þýðir, m.a. með tilliti til allra stæðanna út um allt land, sem eru merkt með ,,BUS" þótt að strætó komi þar hvergi nærri.
Einnig er ekki til tæmandi reglugerð um notkun þessara sérmerktu akreina.
Ef komin er ný og tæmandi reglugerð um notkun á þessum akreinum, er það gott, og þá hlýtur einnig að vera þar skilgreining á hinum mismunandi gerðum af bílum.

Annað er, að víða í útlöndum eru þessar akreinar einnig fyrir hjólreiðafólk og mótorhjól, en vegna síaukinnar notkunar á þessum fararskjótum, þarf að fara að gera meira ráð fyrir þeim.


mbl.is Margir aka á strætórein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Öryggisbeltin....

voru líka kölluð ,,hengingarólar", og fólk var hrætt um að drukkna, fast í þeim, ef bíllinn steyptist í vatn.
mbl.is Vilja ekki lögfesta gallana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband