Allt annað en Mace

Ég hef það eftir fólki, sem hefur smyglað svokölluðu "Mace" varnargasi frá útlöndum, að þetta sé eitthvað allt annað og sterkara efni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Lögreglan reynir að ljúga sig úr þessu.
mbl.is Spyrja um efni í lögreglugasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er kannski ekki svo skrýtið að fólk sé hettuklætt! Kannski maður mæti með sundgleraugu næst.

Héðinn Björnsson, 6.1.2009 kl. 16:30

2 identicon

Hvað! Ertu strax búinn að ákveða að það verði logið? Þú sem umgengst smyglara á ólöglegum hlutum? Farðu á wikipedia og skoðaðu umfjöllun á þessum efnum, ég gerði það og komst að ýmsu merkilegu.

Magnað allt saman.

Halli (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Mér sýnist þetta nú vera frá Mace, þetta er auðvitað ekki "consumer" týpan sem verið er að smygla inn fyrir fólk eins og þú nefnir, þetta lítur út fyrir að vera "Riot Control" týpan sem er sérhönnuð fyrir lögreglu. Annars kemur það bara í ljós, lögreglan þarf ekkert að ljúga sig úr neinu. Ég stórefast að hún sé að nota ólöglegan úða, ef þannig lagað er til á annað borð.

Gunnsteinn Þórisson, 6.1.2009 kl. 16:35

4 identicon

Spurning hvort við finnum líka úr hverju steinninn hafi verið úr, sem "mótmælendur" köstuðu í lögreglumanninn. Hann er hefur örugglega verið úr sykurpúðum. Verður fróðlegt að sjá hvernig "mótmælendur" reyna að ljúga sig úr þessu.

Díana (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:36

5 identicon

Það er kannski ekki alveg lögmætt að ganga út frá því að lögreglan ljúgi um slík mál. Það að hafa heyrt einhvern segja að viðkomandi finnist hitt eða þetta er endilega ekki sönnun...

Það er líka spurning hvort að maður treysti orðum smyglara... hvers vegna voru þessir menn að smygla inn piparúða? Var það til þess að nota gegn öðru fólki?

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:38

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Steinninn var úr grjóti, sennilega íslensku grágrýti, það er enginn vafi á lögmæti þess. Menn, sem taka þátt í að bæla niður óeirðir (riot) þurfa að gera sér grein fyrir því hverjar hætturnar við það eru, ekki síst atvinnumenn í faginu.

Í óeirðum út um allann heim, er grjóti kastað, svo það á ekki að hafa komið neinum á óvart, að þegar menn fara að beita varnarúða (flotta orðið, sem Lögreglan notar), og veifa kylfum (sem þeir reyndar eru ekki með leyfi til að nota), að þá grípi "skríllinn" til þeirra vopna sem tiltæk eru.

Hvurn andskotann var hann að þvælast hjálmlaus í slaginn ?. Halda þessir menn að þeir séu ósæranlegir eins og Akkiles ? Það er þá búið að sanna að Akkilesarhæll þeirra er höfuðið !

Börkur Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 17:04

7 Smámynd: corvus corax

Það er nú bara vel sloppið hjá löggunni að bara einn sadisti fékk stein í hausinn. Það voru nefnilega tugir almennra borgara sem fengu piparúða í augun og notkun úðans hófst eftir að mótmælendur héldu á brott úr portinu eins og sést á myndböndum þar sem gasúðunarsadistarnir í löggunni sprauta á eftir fólkinu, aftan á það af því þeir voru að missa af tækifærinu að fá útrás fyrir sadismann. Sem betur fer urðu ekki varanlegar skemmdir á lögguhausnum enda hausinn örugglega tómur fyrir.

corvus corax, 6.1.2009 kl. 17:07

8 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Já hvað var lögreglan að pæla? Vonandi hafa þeir lært af reynslunni, mæta næst í fullum skrúða, skotheldum vestum, hjálmum með plast hlíf fyrir augun, kylfu í einni og gas í annarri. Þá verður gaman.

Gunnsteinn Þórisson, 6.1.2009 kl. 17:08

9 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Gunnsteinn, Já örugglega fréttamyndirnar sem ríkisstjórnin vill að dreift verði um heiminn, og til lánadrottna okkar, eykur traust ríkisstjórnarinnar, heldurðu ekki ?

"Óeirðalögregla grá fyrir járnum lumbrar á svöngum og reiðum borgurum í Kína"

Eða Íslandi !

Börkur Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 17:15

10 identicon

Magnað hvað þú hefur mikla vitneskju um þessi mál. Kylfur sem löggan hefyr reyndar ekki leyfi til að nota! Þetta er stórmagnað! Þannig að öll þessi tugþúsund manna(samkvæmt vælukjóunum) sem hafa verið laminn með kylfunum geta fengið himinháar skaðabætur því löggan hefur ekki heimild til að nota kylfurnar?

Og er það þá löggunni að kenna að fá grjót í andlitið vegna þess að hún var ekki með hjálm? Ef ég lem þig í andlitið þá er það þér að kenna því að þú varst fyrir? :D þú ert magnaður!

Varstu einhvern tímann laminn og ert bitur? Kanski með kyflu og ert með hæstarréttardóm sem sannar að löggan noti tól og tæki sem hún má ekki :D það væri frétt til næsta bæjar. Uss.

Halli (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:36

11 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Skelfingar kjáni ertu Halli, mætti halda að þú hafir fengið grjót í hausinn.

Ef ég færi að slást við þig, þá gæti ég sjálfsagt sjálfum mér um kennt, en ég vona að við förum ekki að slást samt, og ég skal reyna að vera ekki mikið fyrir þér.

Hvað varðar þetta með kylfurnar, þá var viðtal við einhvern lögreglu foringja, og hann sagði að lögreglan hefði sérstakar "Járnkylfur", sem þeir hefðu samt ekki fengið leyfi til að nota, ennþá. Svona nett hótun. Um leið sýndi sjónvarpsstöðin lögreglumenn, með þessar kylfur í höndunum. Þannig var það nú, þurfti ekkert wikipedia, eða hvað það nú heitir.

Og já reyndar hef ég ekki alltaf haft góða reynslu af lögreglunni, og tel fyrir mína parta alltof marga ofstækismenn vera í röðum hennar. En flestir eru þó að reyna að gera gagn og eru ágætir. En inn á milli eru bölvaðir fautar, sem ættu að vera í einhverju öðru starfi.

Börkur Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband