Af því að það er svo mikil þörf á skrifstofuhúsnæði á Reykjavíkur svæðinu !

Þvílíkt rugl !   Væri ekki nær, að byggja eittvað annað en skrifstofuhúsnæði, sem verður svo breytt í hótel eða eitthvað annað seinna?   

Er annars einhver skortur á Iðnaðar / skrifstofu / íbúðar húsnæði 


mbl.is Stórfelld uppbygging í Skeifunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn skortur ef þú getur sætt þig við að nota iðnaðar / skrifstofu / íbúðar húsnæði í Grindavík, á Selfossi eða Raufarhöfn. Viljir þú aftur á móti búa, vinna eða skrifstofast í Reykjavík þá er verulegur skortur á húsnæði.

Jós.T. (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 20:02

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég kaupi þetta ekki. Turninn við Höfðatorg er hálftómur, og hellingur af eldra skrifstofuhúsnæði þar í kring. Suðurlandsbraut, reyndar hefur sumum tómum skrifstofum þar, verið breytt í Hótel (hvað annað ?). Nýtt risahúsnæði við Vatnsenda, allt tómt. Grafarholt með slatta, og Átrúnshöfði. Þá er ótalið laust húsnæði í Kópavogi og Hafnarfirði. Nokkur þúsund ,,fyrirtæki" hafa hætt starfsemi undanfarin ár, og mikið af skrifstofuhúsnæði losnað. Er verið að búa sig undir annað eins brjálæði og 2007 ?

Og ekki má gleyma efstu hæðum Ríkisútvarpsins.

Börkur Hrólfsson, 15.7.2014 kl. 00:51

3 identicon

Vatnsendi, Grafarholt og Átrúnshöfði eru útúr og hvorki Hafnarfjörður né Kópavogur eru í Reykjavík. Við Höfðatorg er skortur á bílastæðum og fækkun bílastæða annarstaðar hefur gert margt skrifstofuhúsnæðið nærri miðborg ónothæft í annað en hótel. Erlendir bankar eiga eitthvað af stærra húsnæði og meðan þeir geta ekki flutt fjármagn úr landi sjá þeir enga ástæðu til að selja eða binda húsnæðið í leigu. Efstu hæðir Útvarpshússins eru hvorki lausar né tilbúnar ennþá þó ætlunin sé að leigja þær í framtíðinni, auk þess sem tvö meðalstór skrifstofurými leysa ekki vandann.

Verð hefur farið hækkandi og er nú sumstaðar hærra en 2007. Framboð og eftirspurn stýrir verði að miklu leiti og miðað við það þá er ekki nægt framboð þar sem fólk vill vera. Það er ekki að ástæðulausu að borgaryfirvöld telja auðvelt að manna 14.000 manna byggð í Vatnsmýrinni og arkitektastofur eru á fullu að hanna skrifstofuhúsnæði. Skorturinn er áþreifanlegur fyrir þá sem sætta sig ekki við hvað sem er.

Jós.T. (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband