Er lokað í Þórsmörk eða Goðaland, eða kannski á báða staði ?

Mér finnst alltaf leiðinlegt að sjá óvönduð vinnubrögð blaðamanna. T.d. hefur ítrekað verið talað um allt svæðið milli Eyjafjallajökuls Mýrdalsjökuls og fljótshlíðar, sem Þórsmörk, en svo er ekki. Þórsmörk afmarkast af Markarfljóti í Norðri, Mýrdalsjökli í Austri og Krossá í Suðri. Básar eru ekki í Þórsmörk, heldur tilheyra Goðalandi, sem er á milli Krossár, Hrunagils og Hvanngils, þannig má segja að Hvanngil og Hrunagil tilheyri Goðalandi.

Höfum landafræðina á hreinu:  Húsadalur og Langidalur eru í Þórsmörk, en Básar, Hvanngil og Hrunagil eru í Goðalandi (við Þórsmörk ?)

Hvað Húsafell kemur þessari frétt við veit ég ekki, kannski lýsir það best blaðamennskunni.

 


mbl.is Vel gekk að rýma gossvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband