Er nokkur furða ?

Eins og verðlagning er orðin, algerlega út úr kortinu, sérstaklega hjá hótelum og veitingasölum á landsbyggðinni.

7500 krónur á mann fyrir þokkalegt hlaðborð (sem í sjálfu sér ættu að vera ódýrari en samkv. matseðli).  Bjór á 10 dollara (33 cl.)

Einfaldur hádegisverður (súpa og steiktur fiskur, kaffi á eftir) á 3600 krónur.  

Hamborgara tilboð á 1900 krónur, a meðan sama tilboð fæst á 1200 í Reykjavik.

Og það besta, réttur dagsins á 4200 krónur, kaffi ekki innifalið.  Á meðan það sama kostar 2200 í Múlakaffi, kaffi innifalið.

Þá er ýmis afþreying u.þ.b. 30 - 50 % dýrari á landsbyggðinni en í Reykjavík.

Eru Reykvíkingar að selja sig of ódýrt, eða eru hlutirnir of dýrir á landsbyggðinni ?

Auðvitað er þetta ekki algilt, en ansi algengt og fók tekur eftir þessu. 


mbl.is Neysla ferðamanna fer minnkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á Sígló er hægt að fá goða máltíð á Rauðku á 13-1500 krónur. All you can eat. Að sjálfsögðu er eitthvað sýrara að borða sælkerarétti við kertaljós og með víni svona til hátíðabrygða á Hannes Boy, en það er þó ódýrara en gengur og gerist t.d. á Akureyri.

Mér virðist sem menn hafi stillt sér inn á einhverskonar Evruprisa í miðbæ Reykjavíkur. Keypti síðast kaffi og rjómavöfflu á 1700 kall og geri það ekki aftur.

Menn átta sig sennilega ekki á að Evrópuprísarnir eru fáránlega háir fyrir bandaríkjamenn t.d. Það er ágætt ef ferðamannaíðnaðurinn í höfuðborginni sé að varðleggja sig út af markaðnum. Það veitir vonandi á meiri dreifingu og fjöbreytni í bransanum.

Þjóðverjar eru farnir að koma með norrænu og með allt með sér, rútu, mat, vín etc. Og skilja ekki krónu eftir. Þeir eru jú þekktir fyrir "aðhaldssemi". Kannski aðrir fari að fordæmi þeirra vegna verðlagningar hér.

Ég held annars að það sé engin regla að hlaðborð eigi að vera ódýrari en einstaka máltíð. Það fer algerlega eftir því hvað í er lagt. Jólahlaðborðin hér náðu þó ekki sjöþúsundkallinum. Það er komið yfir sársaukamörk.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 16:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri annars gott að fá að vita hvort auknar komur skemmtiferðaskipa og túrbössa með Norrænu séu þarna inni. Þá er eðlilegt að þessi tala verði neikvæðari þar sem þessir farþegar skilja nánast ekki krónu eftir í landinu. Það er einnig hæpið að telja skipsfarþega í þessari hausatalningu ferðamanna, þar sem þetta fólk fer einu sinni tvisvar í land hér en borðar og gistir um borð.

Séú þessir þættir teknir út úr myndinni mætti segja mér að neysla "alvöru" ferðamanna gæti jafnvel hafa aukist talsvert.

Allavega þá er engin leið að meta svona tölur ef forsendur þeirra eru ekki fyrir hendi.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband