Hvílikir vitleysingar !

Hér ákveða menn greinilega að fara í einhvern orðaleik, frekar en vera málefnalegir !!
Það stendur ekki til, né hefur það staðið til, að svipta menn veiðikvóta !!
Það er verið að tala um að úthluta ekki sama eða minni kvóta næst eða einhverntíma, þegar ný lög hafa verið sett. Veiðikvóta er úthlutað árlega, og undanfarin ár hefur hann oft verið minni en árið á undan, og það alveg bótalaust !
Það er óumdeilt að einhver hugsanlegur veiðikvóti (veiðiréttindi) í framtíðinni er ekki eign neins. Ef einhver er svo vitlaus, að vilja taka veð í hugsanlegum veiðiréttindum skipaeigenda, þá verður sá hinn sami að eiga það við sjálfan sig.
Gísli Tryggva orðaði þetta kannski vitlaust, hann hefði átt að segja, að ef menn fengju ekki úthlutaðann kvóta í framtíðinni, þa yrði það bótalaust. Enda hvergi í lögum að svo og svo miklum kvóta skuli úthlutað til tilgreindra skipaegenda í framtíðinni. Hinsvegar er tiltekið að fiskurinn í sjónum sé sameign allra landsmanna, og að veiðirétti skuli úthlutað árlega með hagsmuni þjóðarinnar í huga !
Krafan hlýtur að vera að fá allann fisk í land og vinna hér, og flytja síðan út, sem fullunna vöru. Okkur vantar fleiri störf, ekki síst á landsbyggðinni, þar sem frystihús standa tóm og fólkið þyggur bætur frá ríkinu.
Það vita allir, að fiskveiðar eru ekki að skila þjóðinni því sem þær ættu.
Of fjárfesting í fiskveiðiflotanum er stórt vandamál hér, og allar krónur, sem annars gætu nýst hér á landi í formi gróða, fara í að borga lán af marg yfirveðsettum fiskveiðiflota landsins, þannig að aðeins lítið brot verður eftir hér heima.
Algjör uppstoppun er nauðsyleg, og viðurkenning fólks á að útgerðarmenn ,,eiga" ekki veiðiréttinn til eilígðar, heldur fá hann úthlutaðann árlega ti árs í senn, og eru skyldugir til að fara vel með hann, þjóðinni allri til hagsbótar, en ekki til að mata eigin krók.
mbl.is „Aldrei heyrt annað eins rugl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Börkur. Þessi málflutningur hjá þér byggist nú greinilega á mikilli vanþekkingu á málefninu. Málflutningur sem einkennir umræðuna allt of víða. Fyrir það fyrsta, kvótahafar fengu ekkert gefins. Það sem þeir fengu var heimild til að veiða minna en þeir höfðu áður verið að veiða. Þeir fengu skerðingu að gjöf. Kvótanum var úthlutað í hlutfalli við það sem menn höfðu verið að veiða, bara miklu minna. Menn tóku á sig skerðinguna gegn loforði um að þeir fengju að veiða áfram sína hlutdeild af heildarúthlutun. Kvótahafar fengu úthlutaða varanlega aflahlutdeild, ekki eitt ár í einu, heldur hlutfall af úthlutun hvers árs. Hlutdeildin var síðan gerð framseljanleg með lögum. Það þýddi að hagræðing var möguleg. Þeir sem urðu fyrir mikilli skerðingu, jafnvel svo mikilli að rekstur útgerðanna borgaði sig ekki, gátu annað hvort bætt við sig kvóta, til að gera reksturinn arðbæran, eða selt. Þeir sem keyptu gátu gert rekstrarplön til framtíðar, stilltu af stærð skipakostsins miðað við aflaheimildir og stýrðu veiðunum þannig að kvótinn nýttist sem best. Þetta leiddi til þess að sú offjárfesting og sóun sem hafði verið í greininni vék fyrir hagkvæmnisjónarmiðum og góðum rekstri. Útgerðir fóru loks að skila hagnaði og við það hækkaði kvótinn í verði. Sú verðhækkun leiddi til þess að tækifærissinnar, sem aldrei höfðu litið á veiðirétt sem vermæti, fóru allt í einu að tala um að þjóðin hefði gefið þessum kvótahöfum eitthvað sem þyrfti nú að taka til baka og úthluta til einhverra annarra. Burtséð frá því hvað það er arfavitlaust að setja aðalatvinnugrein þjóðarinnar í uppnám með upptöku kvóta, þá sjá allir hugsandi menn að í ljósi forsögunnar þá er þarna um að ræða framseljanleg atvinnuréttindi sem ekki verða tekin af mönnum nema bætur komi fyrir. Sigurður Lingdal hefur því fullkomlega rétt fyrir sér.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessi vinkill á umræðunni sem þú ert með er týpískur fyrir þann sem ekki þekkir til. Það er verið að svipta menn veiðikvóta í dag, sá kvóti er mis mikið veðsettur og því gæti hann verið eign veðhafa að hluta eða allur. Það er því verið að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt eiganda veðsins, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er sá réttur varinn í stjórnarskrá og verður ekki tekinn án bóta.

Sú fullyrðing að frystihús standi tóm og fólkið þiggi bætur á landsbyggðinni er vísað til föðurhúsanna, þetta fólk er löngu farið á mölina og þiggur bætur þar. Það komu útlendingar í þau störf sem fólkið yfirgaf og þeir eru annað hvort enn í því starfi, fluttir aftur heim eða farnir á mölina.

Bætur eru notaðar til handargagns á mölinni, í boði landsbyggðarinnar.

Hverju eiga fiskveiðar að skila þjóðinni á morgun, sem þær eru ekki að skila í dag?

Offjárfesting í fiskiskipaflotanum er í boði misvitra stjórnmálamanna sem geta ekki látið vera að troða puttum og lúkum í atvinnuvegina og þykjast vera að laga til eða hjálpa lítilmagnanum. Nýjasta útspilið er pottar, til að auka nýliðnu í greininni. Þessir pottar er fengnir (teknir) frá þeim sem hafa gert út á þær heimildir undanfarin ár eða áratugi. Hvort heldur að þeir hafa fengið þá í arf, gefins, unnið fyrir þeim, borgað þá eða hvað menn vilja kalla það. Einungis til þess að einhver annar geti komist í sömu stöðu og sá hinn sami er í.

Ef það ætti að úthluta aflaheimildum til eins árs í senn myndi auðlindin hverfa á fáeinum áratugum. Sjóræningjastarfsemi, undanskot og svindl myndu einkenna kerfið og að lokum ganga endanlega frá auðlindinni.

Staðreyndin er sú að ef sá sem hefur veiðiréttinn fær ekki á tilfinninguna að hann komi sjálfur til með að hagnast á því að ganga vel um auðlindina mun auðlindin aldrei verða sú verðmætaskjóða fyrir þjóðina sem hún er í dag.

Það er alveg ljóst að það er eðlilegt að þjóðin njóti afgjalds af sínum auðlindum. Afgjaldið (auðlindagjaldið) er hugsað vegna þess að aðgangurinn er takmarkaður, vegna þeirrar einföldu staðreyndar að það komast færri að katlinum en vilja.

Það er því ekki verið að breyta neinu með þessu frumvarpi, enn er opið fyrir bitlinga pólitíkurinnar, reyndar er verið að loka á allt annað en pólitíkina og þjóðin kemur því eingöngu til með að tapa og það miklu.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.4.2012 kl. 11:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

100% sammála, Aðalsteinn. Ég ætla að leyfa mér að setja þetta innleggt þitt á bloggfærslu við þessa frétt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 11:46

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fiskveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi á annað þúsund ára. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru stofnaðir á fyrri hluta síðustu aldar.

Þegar kvóti var settur á og aflaheimildir takmarkaðar þá var það gert vegna þess að fiskifræðingar trúðu því að stofnar við Ísland væru ofveiddir.

Afli var takmarkaður og einungis þeim leyft að veiða sem höfðu haft lifibrauð af fiskveiðum þrjú ár fyrir kvóta.

Um heimild til að selja og leigja frá sér aflaheimildir sem úthlutað er til eins árs í senn og tekið fram í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða að myndi ekki eignarhald - hefur verið tekist á.

Þéttbýlisstaðir við sjávarsíðuna höfðu byggst upp af fólki sem byggði lífsafkomu sína á fiskveiðum og áttu gott líf þegar vel fiskaðist en gátu farið á vergang í aflaleysisárum. Fólkið í sjávarplássunum var aldrei tekið inn í reikning Hafró eða stjórnvalda. Það gat étið það sem úti fraus. En nú er talað um sægreifana svonefnda sem einhver fórnarlömb. Þeim var aldrei gefið neitt nema skerðing! Góðan daginn! Þannig að nú vitum við að þegar Brim leigir Jóni Jónssyni 3,5 tonna veiðiheimild í þorski fyrir milljón þá er hann að taka leiguna fyrir skerðingu? Reyndar er þetta svo arfavitlaus athugasemd hjá Aðalsteini hér að ofan að engu tali tekur. Það vekur mesta athygli að hann segir höfund færslunnar tala eins og þann sem ekki þekki útgerð. Það er í mínum huga hafið yfir vafa að Aðlsteinn sá sem hér talar hefur líklega verið smali á Jökuldal og aldrei séð sjó hvað þá skip. En líklega lesið Morgunblaðið sem er málgagn sægreifanna, þessa forréttindahóps sem fékk hlut í sameign þjóðarinnar gefins. Það er nefnilega svo að mestur hlutinn er gjafakvóti þó allmargar útgerðir hafi búið til snúning og selt sjálfum sér kvóta á nýja kennitölu. Það er komið nóg af kjaftæðinu um fórnir útgerða. Það hafa komið aflaleysisár á Íslandi frá því sögur hófust og enginn hefur fyrr en nú látið að því liggja að útgerðir hafi orðið bótalaus fórnarlömb. Það er hárrétt sem látið er liggja að í athugasemd Aðalsteins að þeir eiga ekki að blanda sér í umræðu um útgerð sem þekkja ekki til. Og Morgunblaðið er ekki heimildarit um stöðu útgerðar á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 3.4.2012 kl. 15:10

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tek undir orð Árna Gunnarssonar hér að ofan. Útgerðin á Íslandi hefur aldrei fórnað neinu, heldur einungis rænt lifibrauði frá alþýðunni. Svo væla þessir viðskiptasvika-vafnings-ræningjar eins og stungnir grísir, þegar réttlætis er krafist!

Frjálsar handfæraveiðar eru t.d. mannréttindi almennings, og skilyrðislaus krafa alþýðunnar í strandríkinu Íslandi. Breska stjórnmála-elítan er væntanlega ekki sammála mér í því, en þeirra sjónarhorn breytir ekki réttlátum kröfum Íslands-búa og augljósum staðreyndum.

Græðgin siðspillta rænir, sundrar og eyðileggur samfélagið og hornseina þess, sem eru fjölskyldurnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband